Nýr vinstriflokkur í burðarliðnum?

Óánægðir flokksmenn Vinstri Grænna eru sagðir undirbúa stofnun nýs vinstriflokks.
Óánægðir flokksmenn Vinstri Grænna eru sagðir undirbúa stofnun nýs vinstriflokks. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nýr vinstriflokkur í burðarliðnum.

Flokksmaður í VG sem blaðamaður ræddi við segist viss um að vinstriflokkur, byggður á róttækum hugmyndum og sósíalískri hugsjón, verði stofnaður í haust og annar viðmælandi blaðsins fullyrti að flokkurinn yrði stofnaður að hluta til af óánægðum flokksmönnum innan VG.

„Það er nú þegar byrjað að halda baráttufundi og skapa stemningu. Svo fer allt á fullt í haust. Fundurinn sem haldinn er í [gær]kvöld er alveg klárlega hluti af undirbúningi nýs vinstriflokks,“ segir heimildarmaður Morgunblaðsins og vísar í skemmtikvöld sem haldið var á skemmtistaðnum Hressó að undirlagi Þorleifs Gunnlaugssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa VG, og fleiri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »