Öskufok næstu árin

Öskuský yfir höfuðborginni.
Öskuský yfir höfuðborginni.

Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir það áhyggjuefni hversu lengi aska úr eldgosinu í Eyjafjallajökli mun halda áfram að dreifast um byggðir landsins með vindum.

Að hans mati mun öskufjúkið verða viðvarandi í nokkur ár.

Þorsteinn telur ennfremur að í vissum vindáttum geti askan hæglega borist í miklum mæli til Reykjavíkur.

Hann telur þó öskuna skárri en svifryk af völdum umferðar en að öllum líkindum verri en sandfok, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »