Drukknum ferðalöngum hent út á Íslandi

Aeroflot-þota
Aeroflot-þota Retuers

Þota rússneska flugfélagsins Aeroflot þurfti að lenda óvænt á Íslandi á laugardag og losa sig við tvo drukkna farþega sem virtu ekki reykingabann í fluginu og voru með ólæti. Þetta kemur fram í frétt á vef Moscow Times í kvöld.

Vélin var á leið frá Moskvu til Havana á Kúbu, samkvæmt frétt Interfax fréttastofunnar. Um var að ræða tvo Rússa og voru þeir handteknir af lögreglunni á flugvellinum í Keflavík.

Aeroflot greindi ekki frá atvikinu fyrr en í dag og hefur flugfélagið setta mennina tvo á svartan lista hjá félaginu og fá þeir ekki að ferðast með félaginu aftur. Þeir verða ekki kærðir fyrir hegðun sína.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert