Ráðherrar hætti þingmennsku

Kristján L. Möller, leiðtogi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.
Kristján L. Möller, leiðtogi Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi.

Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti ályktun sl. laugardag um að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beinir flokksstjórn því til ráðherra flokksins að þeir geri það sem fyrst.

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, tekur vel í hugmyndir flokksstjórnarinnar og segir það eðlilega verkaskiptingu að ráðherrar sitji ekki á þingi. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, tekur í sama streng og segir málið snúast um aðskilnað á framkvæmda- og löggjafarvaldi.

Kristján L. Möller samgönguráðherra er hins vegar ekki reiðubúinn að segja af sér þingmennsku. „Ég held að það hafi oft verið talað um þetta. Þetta er ágætis innlegg á stjórnlagaþingið. Ég hef nú ekki hugsað mér að verða við þessari ályktun,“ segir Kristján.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert