Segir saksóknara vanhæfan

Ragnar Aðalsteinsson, verjandi fjögurra af níu einstaklingum sem m.a. eru kærðir fyrir brot gegn Alþingi og valdstjórninni, krafðist þess að málinu yrði vísað frá þegar það var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Sagði hann settan saksóknara í málinu, Láru V. Júlíusdóttur, vera vanhæfa þar sem hún gegni trúnaðarstörfum fyrir meintan brotaþola, þ.e. Alþingi, en Lára er formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Þá mótmælti Ragnar því að réttarhöld skyldu vera „háð undir lögreglustjórn“, eins og hann orðaði það, en um tíu lögreglumenn voru tiltækir í og fyrir utan dómshúsið ef til illinda kæmi. Fyrirtakan fór friðsamlega fram þótt mun færri hafi komist að en vildu

Fólk beið fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.
Fólk beið fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina