Búa á betur að fátækum í borginni

Sr. Bjarni Karlsson.
Sr. Bjarni Karlsson.

Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti með öllum greiddum atkvæðum tillögu Besta flokksins og Samfylkingarinnar um að kortleggja fjölda og aðstæður þeirra Reykvíkinga sem búa við fátækt. 

Hlutverk hópsins, sem verður undir formennsku sr. Bjarna Karlssonar, er jafnframt að koma með tillögur um það hvernig borgin og aðrar velferðarstofnanir samfélagsins geta betur stutt þá íbúa Reykjavíkur sem búa við fátækt. 

Segir í tilkynningu að hópurinn eigi að skila áfangaskýrslu eigi síðar en 1. október, en starfa annars út árið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert