Aðeins fjórðungur vill í ESB

Reuters

Aðeins um fjórðungur þjóðarinnar, eða 26%, er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB), samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Um 60% þjóðarinnar eru andvíg aðild og um 14% hafa ekki tekið afstöðu. Þetta kom fram í fréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld. 

Þegar fylgi við aðild var greint eftir stjórnamálaskoðunum svarenda kom í ljós að nærri 60% fylgismanna Samfylkingarinnar vildi aðild að ESB. Hins vegar voru um 75% fylgismanna Sjálfstæðisflokksins og  Framsóknarflokksins andvíg aðild. Heldur fleiri eru hlynntir aðild meðal stuðningsmanna VG þótt andstæðingar séu í afgerandi meirihluta þeirra á meðal.

Niðurstaða könnunarinnar bendir til þess að áhugi á aðild að ESB fari þverrandi, að sögn RÚV.

mbl.is