Átti við um kostnað frá gjaldþrotinu

Harpa rís við Reykjavíkurhöfn
Harpa rís við Reykjavíkurhöfn mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sú upphæð sem Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, nefndi sem byggingarkostnað tónlistarhússins Hörpu, í frétt í Morgunblaðinu í gær, átti við um kostnað frá því fyrra byggingarfélag tónlistarhússins fór í þrot og þar til byggingunni verður lokið.

Það kostar um 17,7 milljarða að klára Hörpu frá því byrjað var á verkinu aftur, sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið í gær. Þetta sé sú kostnaðartala sem liggi til grundvallar leigunni og reksturinn þurfi að standa undir. „Það var áður búið að setja í bygginguna 10 milljarða, framreiknað, sem voru afskrifaðir að mestu,“ sagði Pétur. Heildarbyggingarkostnaður nemur því um 28 milljörðum en ekki 17,7 milljörðum.

Inni í þessum kostnaði er reiknað með fjármagnskostnaði, þ.e. lánum til 35 ára, að sögn Péturs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert