Vextir á myntkörfu gætu nær þrefaldast

Fari fjármálafyrirtæki að tilmælum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og miði vexti af lánum sem áður voru gengistryggð með ólögmætum hætti við lægstu vexti sem Seðlabankinn gefur út gætu vextir í einhverjum tilfellum þrefaldast.

Er þá lögð til grundvallar sú túlkun fjölda sérfróðra lögfræðinga að dómur Hæstaréttar um ólögmæti verðtryggingar raski ekki öðrum ákvæðum samninga en þeim sem lúta að gengistryggingu.

Aðstoðarbankastjóri Seðlabankans segir í umfjöllun viðskiptablaðs Morgunblaðsins um málið, að verði tilmælunum fylgt muni það tryggja stöðugleika fjármálakerfisins. Hann segir að fái samningsvextir að standa muni það á endanum bitna á almenningi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert