Fréttaskýring: X-mál og ákærur vegna hruns vofa yfir

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. Ómar Óskarsson

Dómsmál sem bárust héraðsdómstólum á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru mun færri en á sama tíma í fyrra en þá náði málafjöldinn nýjum og áður óþekktum hæðum. Samt sem áður er ekki hægt að reikna með að álagið á dómstólana muni minnka, raunar þvert á móti, að mati formanns dómstólaráðs. Ástæðan er sú að búast má við að umfangsmikil mál frá sérstökum saksóknara vegna bankahrunsins komi brátt til kasta dómstólanna auk þess sem svokölluðum X-málum hefur fjölgað verulega. Í báðum tilfellum getur málsmeðferð verið bæði tímafrek og flókin.

Upplýsingar um málafjölda komu fram í samantekt sem dómstólaráð birti í gær. Mestu munar að mun færri einkamál hafa verið þingfest nú en í fyrra en einnig hefur sakamálum fækkað töluvert.

Símon Sigvaldason, héraðsdómari í Reykjavík og formaður dómstólaráðs, segir að ekki sé hægt að segja með vissu til um ástæður þess að einkamálum fækkar svo mjög. Einkamálum hefði fjölgað verulega rétt fyrir og eftir hrun, þ.e. á árunum 2008 og 2009. Skýringin á fækkun nú gæti verið sú að fljótlega eftir hrun hefði orðið ljóst hvaða mál þyrfti að höfða, s.s. vegna skulda eða til að leysa úr öðrum ágreiningi vegna samninga. Ekki væri heldur útilokað að hækkun gjalda fyrir að þingfesta einkamál hefði áhrif. Í ársbyrjun 2010 var gjaldskránni breytt þannig að gjaldið tekur mið af þeim hagsmunum sem eru undir í málinu og getur orðið allt að 90.000 krónur ef krafan er hærri en 30 milljónir.

Þótt einkamálum hafi fækkað er ekki þar með sagt að álagið á dómstóla muni minnka. Raunar má nú þegar sjá merki um hið gagnstæða því svonefndum X-málum, þ.e. ágreiningsmálum sem skiptastjórar þrotabúa og slitastjórna höfða við slit fjármálafyrirtækja, fjölgaði gríðarlega á fyrstu sex mánuðum þessa árs, eða úr 15 í fyrra í 273. Búist er við að þessum málum fjölgi verulega í haust og á næsta ári. Meðferð X-mála fyrir dómstólum getur verið afar tímafrek enda er í þeim oft tekist á um mjög flókin lögfræðileg úrlausnarefni. Á hinn bóginn gæti niðurstaða í tiltölulega fáum málum gefið fordæmi fyrir mörg önnur mál og þannig myndi snarlega grynnka á málafjöldanum. Um þetta ríkir algjör óvissa, eins og gefur að skilja.

„Þetta er annar af tveimur málaflokkum sem menn telja að geti orðið gríðarlega tímafrekir. Hinn pósturinn eru mál frá sérstökum saksóknara en enn sem komið er hefur bara eitt slíkt mál verið þingfest,“ segir Símon.

Aldan ekki komin að landi

Mál sem sérstakur saksóknari höfðar verða að öllum líkindum afar tímafrek og sé Baugmálið haft til hliðsjónar má gera ráð fyrir að málflutningur geti tekið margar vikur. Á meðan gera dómarar í viðkomandi máli lítið eða ekkert annað, en reikna má með að tveir embættisdómarar og einn sérfróður meðdómsmaður dæmi í slíkum málum. Hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem langflest, ef ekki öll, slík mál verða höfðuð, starfa nú 22 dómarar.

Miðað við þetta má segja að sú alda erfiðra dómsmála og álags sem menn hafa vænst í kjölfar hrunsins sé ekki komin að landi, a.m.k. ekki af fullum þunga.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir stjórnendur Arion óttast umræðuna

14:22 „Vogunarsjóðirnir munu bíða færis, þeir munu bíða þess að storminn lægi, þeir munu greiða út arð og þeir munu selja Valitor. Þökk sé ríkisstjórninni sem var eins og höfuðlaus her í þessari baráttu og gaf frá sér eina vopnið sem þeir áttu, hlutabréf ríkisins.“ Meira »

Má búast við kulda

14:10 Þrátt fyrir að vorjafndægur séu í dag og að veðurfarið hafi verið milt að undanförnu, stefnir í kólnandi veður um helgina og jafnvel fram yfir páska. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur, telur ekki ástæðu til að fara taka fram grillið enda fari líklega að snjóa um helgina. Meira »

Enn til miðar á Ísland-Argentína

14:00 Þór Bæring, hjá Gamanferðum, er nýkominn heim frá Rússlandi. Hann segir að mikill munur sé á borgunum þremur sem Íslendingar þurfa að heimsækja, Moskvu, Volgograd og Rostov. Meira »

Lögreglan rannsakar líkamsleifarnar

13:36 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið, en upphaf málsins má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Ekki liggur fyrir af hverjum líkamsleifarnar eru og víst að það mun taka einhvern tíma að leiða það í ljós. Meira »

Líkamsleifar fundust við Snæfellsnes

12:59 Líkamsleifar fundust nýverið við Snæfellsnes. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Fundust þær að hans sögn á 120 metra dýpi í Faxaflóa nálægt Snæfellsnesi. Meira »

Styrmir skýtur á flokksforystuna

12:29 Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins segir á vefsíðu sinni að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins sé það ljóst að flokkurinn telji sig ekkert eiga ósagt við þjóðina um ástæður hrunsins og sjái heldur ekki ástæðu til að ræða fylgistap sitt innan eigin raða. Meira »

Líta málið alvarlegum augum

12:08 Baldur Þórhallsson prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands var í viðtali í þættinum Ísland vaknar í morgun til að ræða þá stöðu sem komin er upp á milli Breta og Rússa eftir að Bretar sökuðum Rússa um að hafa fyrirskipað morðið á gagnnjósnaranum Sergei Skripal og Juliu, dóttur hans í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Elfa Dögg leiðir í Hafnafirði

12:26 Framboðslisti Vinstri hreyfingarinnar – Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor var samþykktur í gærkvöldi. Elfa Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, núverandi bæjarfulltrúi VG í Hafnarfirði, verður oddviti listans. Meira »

„Hættulegur fyrir sjálfstæðið okkar“

11:55 „Miklar áhyggjur eru af regluverki Evrópusambandsins um orkumál á Íslandi. Ekki aðeins í okkar flokki heldur í næstum öllum stjórnmálaflokkunum fyrir utan þá tvo flokka sem styðja inngöngu í Evrópusambandið, sósíaldemókratana og Viðreisn.“ Meira »

Alþjóðlegi hamingjudagurinn í dag

11:34 Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn og hefur því verið efnt til málþings. „Við leggjum áherslu á hvað hamingja er, það er ekki að vera brosandi allan sólarhringinn. Heldur að geta tekist á við áskoranir daglegs lífs og fara í gegnum erfiðleika á uppbyggilegan hátt,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Meira »

Flestir íslenskir vegir einnar stjörnu

11:30 Samkvæmt EuroRAP öryggismatinu er mörgu ábótavant í íslenska vegakerfinu. Í dag var opnað fyrir nýjan gagnagrunn sem geymir stjörnugjöf fyrir 4.200 kílómetra vegakerfisins á Íslandi og upplýsingar um þær framkvæmdir sem mælt er með að ráðast í, hvað þær kosta og hverju þær skila í minni slysatíðni. Meira »

Biblían komin á íslensku í snjallforriti

11:07 Biblían á íslensku var gerð aðgengileg í liðinni viku á Biblíusnjallforritinu The Bible App sem YouVersion stendur að.  Meira »

Vantar betri illmenni

10:56 Síðustu ár hefur kvenofurhetjum fjölgað nokkuð. Ekki bara á hvíta tjaldinu, heldur einnig í sjónvarpsþáttum. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda/nördasérfræðingur Ísland vaknar, kom í heimsókn og fór yfir tvær þeirra. Meira »

Eins og Bond-mynd

09:51 Mál Cambridge Analytica og Facebook minnir einna helst á skáldsögu eða jafnvel mynd um James Bond. Gengi Facebook hefur fallið og breskir og bandarískir fjölmiðlar eru að ganga af göflunum. Meira »

Kristrún Heiða ráðin upplýsingafulltrúi

09:30 Kristrún Heiða Hauksdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytis.  Meira »

Halla Björk efst á L-listanum

10:03 Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðarstjóri og fyrrverandi bæjarfulltrúi, verður í efsta sæti Lista fólksins á Akureyri við bæjarstjórnarkosningarnar í vor. L-listinn fagnaði 20 ára afmæli með kaffisamsæti í menningarhúsinu Hofi um helgina og þá var tilkynnt hverjir skipa listann við kosningarnar. Meira »

Vilja komast hjá öðru útboði

09:37 Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir borgina munu ræða við aðila sem sóttu útboðsgögn vegna strætóskýla. Reynt verði að semja við þá aðila áður en efnt verður til annars útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu. Meira »

Besta útgáfan af okkur

09:27 Hvernig ætli Hellisbúinn, einleikurinn vinsæli, væri núna? Það var ein af spurningunum sem reynt var að svara í morgunspjallinu í Ísland vaknar í morgun. Meira »
Múrverk
Múrverk sími 8919193...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Stjórnartíðindi 1885-2000, 130 bækur, Almanak Þjóðvinafélags-ins ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Deildastjóri
Grunn-/framhaldsskóla
Sunnulækjarskóli Dei...
Framhalds uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungar...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...