Áfram mótmælt í fyrramálið

Mótmæli við seðlabankann
Mótmæli við seðlabankann Ómar Óskarsson

Boðað hefur verið til áframhaldandi mótmæla við stjórnarráðið og Seðlabanka Íslands. Mótmælendur vilja lýsa andstöðu við tilmæli um að vextir gengislána miðist við vexti Seðlabankans en ekki samningsvexti.

Mótmælendur ætla að vera við stjórnarráðið við upphaf ríkisstjórnarfundar kl.9.30 í dag þriðjudag og við Seðlabankann kl.12. Til stympinga kom milli mótmælenda og lögreglu við mótmæli við Seðlabankann á mánudag.


„Seðlabanki Íslands sleppur ekki svo glatt, við stormum að honum og verðum mætt á slagi u kl. 12.00 þar sem við tökum hressilega til við verkfæri okkar hvort sem það verður pottur, tunna, lúður, sleif eða höldum á spjöldum með þeim tilmælum sem hver og einn hefur búð til fyrir sig,“ segir í tilkynningu til sem Kristín Snæfells Arnþórsdóttir mótmælandi sendi fjölmiðlum í gærkvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert