Enn eitt vindhögg ráðherrans

Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir hefur ákveðið að hætta störfum á Landspítalanum ...
Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir hefur ákveðið að hætta störfum á Landspítalanum og flytja úr landi. Júlíus Sigurjónsson

Sigurður Böðvarsson krabbameinslæknir segir að viðbrögð Álfheiðar Ingadóttur heilbrigðisráðherra við ákvörðun hans um að flytja úr landi séu enn eitt vindhöggið í safn heilbrigðisráðherrans. 

„Með ummælum sínum hefur henni á einu bretti tekist að gera lítið úr
læknastéttinni og ítrekuðum viðvörunum lækna og áhyggjum af þróun
heilbrigðismála hér á landi.  Það verður að skoðast sem eftirtektarverður árangur  hjá æðsta yfirmanni heilbrigðismála á landinu,“ skrifar Sigurður í yfirlýsingu sem hann sendi mbl.is í kvöld.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

„Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra gerir því skóna að á vefmiðlinum pressan.is  í dag 7. júlí, að undirritaður sé með einhverjum hætti að „blöffa“ í fjórða skipti og tilkynna um flutning til Bandaríkjanna væntanlega í einhverskonar þrá eftir athygli.

Nú þekkir Álfheiður aðstæður mínar vafalaust betur en ég, en sjálfan rekur mig ekki minni til að ég hafi áður ráðið mig til starfa sem krabbameinslæknir á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.  Að forfallalausu mun ég hefja þar störf í september og samningar þar að lútandi eru löngu undirritaðir og lögfræðingar sjúkrahússins vinna nú að því að útvega mér atvinnuleyfi.  

Gangi það ekki eftir mun ég vafalaust finna mér aðra vinnu. Eins
og fram kemur í viðtali við mig í Læknablaðinu nýlega voru drög að þessum fyrirhuguðu vistaskiptum mínum lögð fyrir þremur árum eða árið 2007 og hafa því lítið með hrun eða kreppu hér á landi að gera.

Mig langar einfaldlega að skipta um vinnu sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Hugsanlega eru það þessi þrjú ár eða talan þrír sem ruglar ráðherra í ríminu og fær hana til að komast að rangri niðurstöðu í fljótfærni eins og henni er tamt. 

Í því sambandi er misheppnuð atlaga hennar að Steingrími Ara Arasyni forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og einum vammlausasta embættismanni í þjónustu íslenska ríkisins mönnum í fersku minni, svo ekki sé minnst á hringlandaháttinn varðandi síðdegisvaktir á
heilsugæslustöðvum í Reykjavík undanfarnar vikur eins og þær þúsundir þekkja sem þurft hafa að leita sér læknis í höfuðborginni.

Læknafélag Íslands hefur á undanförnu ári ítrekað varað við þeirri þróun sem orðið hefur í mönnun lækna hér á landi, en skráðum læknum hér á landi hefur fækkað um 10% á einu ári. 

Þótt Álfheiði hafi með ástæðulausum skætingi sínum í minn garð tekist að bæta við enn einu vindhöggi í safn sitt verður ekki hjá því
litið að með ummælum sínum hefur henni á einu bretti tekist að gera lítið úr læknastéttinni og ítrekuðum viðvörunum lækna og áhyggjum af þróun heilbrigðismála hér á landi.  Það verður að skoðast sem eftirtektarverður árangur  hjá æðsta yfirmanni heilbrigðismála á landinu.“

Frétt Morgunblaðsins um mál Sigurðar

Sigurður Böðvarsson.
Sigurður Böðvarsson. Morgunblaðið/Frikki
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra.
Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Innlent »

Nauðgað af íþróttamanni og fékk samfélagið á móti sér

19:27 „Af því að hann var svo flottur og mikil fyrirmynd í sinni íþrótt og landsliðsmaður, þá var þetta allt mér að kenna,“ segir Embla Kristínardóttir, leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í körfuknattleik, en hún hefur stigið fram og sagt frá því þegar fullorðinn frjálsíþróttamaður nauðgaði henni. Meira »

Tekst á við fyllibyttuna og dópistann

19:23 Við trúðum þessu varla þegar við fengum að vita að myndin okkar hefði verið valin til sýningar á Berlinale, aðalkvikmyndahátíðinni hér í Berlín. Hún er stór og alþjóðleg, ein af A-hátíðunum í heiminum. Þetta er gríðarlega góð kynning fyrir myndina okkar.“ Meira »

Grunur um íkveikju í Stardal

19:18 Lögregluna grunar að kveikt hafi verið í bænum Stardal á Mosfellsheiði í byrjun janúar. Bærinn brann til kaldra kola að morgni laugardagsins 6. janúar. Ekki var föst búseta á bænum og hafði ekki verið í nokkur ár. Meira »

30 kílómetrar malbikaðir í fyrra

19:14 Malbikað var fyrir tæpar 1.300 milljónir króna í Reykjavík á síðasta ári. Fyrir það fengust 30 kílómetrar af malbiki sem er um 7,1% af heildarlengd gatnakerfisins. Meira »

Reyndi að smygla stinningarlyfi til landsins

18:57 Karlmaður var í gær dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsómi Reykjavíkur fyrir að hafa reynt að smygla 2.1999 stykkjum af stinningarlyfinu Kama­gra til landsins. Meira »

Fimm áskrifendur til Stokkhólms

18:40 Fimm heppn­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins unnu ferð fyr­ir tvo til Stokkhólms í gær en þá var dregið í annað sinn af tíu úr áskriftarleik Árvakurs og WOW air. Meira »

Viðraði áhyggjur vegna lánveitinga

18:01 Ákæruvaldið og verjendur í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis greinir á um það hvort eðlismunur sé á sjálfvirkum pörunarviðskiptum í Kauphöllinni og tilkynntum viðskiptum, svokölluðum utanþingsviðskiptum. Innri endurskoðandi Glitnis viðraði áhyggjur af háum lánum til lykilstarfsmanna í júlí árið 2008. Meira »

Rannsókn á leka úr Glitni hætt

18:02 Rannsókn á leka úr Glitni banka hefur verið hætt af hálfu embætti héraðssaksóknara. Fjár­mála­eft­ir­lit­ið kærði gagnaleka úr þrota­búi Glitn­is í október í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir í samtali við mbl.is að rannsókn hafi verið hætt, en Rúv greindi frá málinu fyrr í dag. Meira »

„Íslandsmet í tollheimtu“

17:55 Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ríkinu hafi verið heimilt að leggja 76% toll á franskar kartöflur á árunum 2010-2014 eru Félagi atvinnurekenda mikil vonbrigði. „Allur málflutningur íslenska ríkisins í þessu máli er afar öfugsnúinn,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA. Meira »

Fundað um borgarlínu í beinni

17:25 Fyrsti opni íbúa- og kynningarfundur um borgarlínu, nýtt kerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, fer fram í dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Hér er hægt að fylgjast með beinu streymi frá fundinum. Meira »

Arnar Þór aðstoðar Ásmund

17:14 Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ráðið Arnar Þór Sævarsson, fráfarandi sveitarstjóra á Blönduósi aðstoðarmann sinn í velferðarráðuneytinu. Meira »

Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann

17:08 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til um miðjan daginn en sækja þurfti slasaðan vélsleðamann skammt suður af Klukkuskarði. Meira »

Heimilt að leggja 76% toll á franskar

16:01 Ríkinu var heimilt að leggja á 76% verðtoll á innfluttar franskar kartöflur ár árunum 2010-2014. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar, en fyrirtækin Innnes og Hagar töldu gjaldtöku tollsins vera í bága við ákvæði stjórnarskrár og grundvallarreglur stjórnskipunar- og skattaréttar. Höfðu þau farið fram á endurgreiðslu gjaldanna fyrir tímabilið. Meira »

Funduðu um fyrstu daga þingsins

15:27 „Við vorum bara að fara yfir næstu viku og hvernig við leggjum af stað eftir helgina,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, í samtali við mbl.is en hann fundaði í dag með formönnum þingflokkanna. Þingið kemur saman á mánudaginn að loknum jólaleyfi. Meira »

Bjóða ferðamönnum nýsteiktar kleinur

14:55 „Rakst á þessa flottu stráka úti við Gróttu áðan. Keypti af þeim heitt kakó og glóðvolga kleinu sem þeir steiktu á staðnum. Þeir smíðuðu vagninn sjálfir. Náðu að sprengja krúttskala dagsins hjá mér og þeim túristum sem voru á staðnum,“ segir Ragnheiður Valgarðsdóttir. Meira »

Áslaug flaug á raflínu og drapst

15:50 Heiðagæsin Áslaug, sem var ein fimm heiðagæsa sem fengu senditæki á Vesturöræfum í júlí í sumar, er nú öll. Áslaug drapst er hún flaug á raflínu í Skotlandi, eftir að hafa unað sér vel á vetrastöðvum sínum í Bretlandi. Meira »

Auðveldar aðgengi íslenskra lækna að framhaldsmenntun í hjartalækningum

15:14 Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, og Frieder Braunschweig, yfirlæknir á sviði hjartalækninga á Karolinska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, undirrituðu í dag samkomulag um víðtækt samstarf. Meira »

Miðflokkurinn undirbýr framboð

14:10 Miðflokksfélag Suðvesturkjördæmis var formlega stofnað í Glersalnum í Kópavogi í gærkvöldi. Gestir fundarins voru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvesturkjördæmis. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Lausafjáruppboð
Nauðungarsala
Lausafjáruppboð Einnig birt á www.naud...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...