Þverar landið einn síns liðs

Kortið sýnir í grófum dráttum hvar leið Belgans mun liggja …
Kortið sýnir í grófum dráttum hvar leið Belgans mun liggja á milli Rifstanga og Kötlutanga. mbl.is/EE

Belgíski ævintýramaðurinn Louis-Philippe Loncke ætlar á næstunni að ganga þvert yfir Ísland, frá Rifstanga á Melrakkasléttu og suður að Kötlutanga. Hann ætlar að verða fyrstur manna til að ganga þessa leið með allar vistir sínar meðferðis og án þess að njóta aðstoðar eða taka vistir á leiðinni.

Loncke er ekki óvanur því að vera einn á ferð með allt sitt hafurtask. Hann gekk m.a. einn síns liðs yfir Simpson eyðimörkina í miðri Ástralíu. Hann stefnir að því að ganga þvert yfir Ísland á 19 dögum.

Hann segir að vegalengdin sé 370 km í loftlínu en gönguleiðin nær 560 km. Það þýðir að hann verður að leggja að baki nærri 30 km á dag að jafnaði. Tilgangurinn með gönfuferðinni er sá að undirbúa að fara sömu leið á gönguskíðum að vetrarlagi.

„Ég verð með léttan búnað og um 700 grömm af mat fyrir hvern dag,“ sagði Loncke í samtali við Explorersweb.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert