Ellefu sektaðir á Reykjanesbraut

Ellefu ökumenn voru sektaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í gærkvöldi og nótt. Sá sem hraðast ók var á 121 km hraða á klukkustund en hámarkshraði er 90 km.  

Þá var einn ökumaður stöðvaður í Reykjanesbæ, grunaður um ölvun við akstur.  17 númeraplötur voru teknar af bílum vegna ógreiddra trygginga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina