„Gerði út af við verslunina“

Forsvarsmenn hljómplötuverslana og útgefenda eru sammála um, að hækkun virðisaukaskatts á plötur úr 7 í 25,5%, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til, myndi koma hart niður á þessum greinum, sem þegar eigi undir högg að sækja. 

„Þetta myndi koma hart niður á hljómplötuverslun Skífunnar. Ég veit hins vegar minna um áhrifin á útgefendur eins og Senu. Það þori ég ekki að fara með. Hvað verslun Skífunnar varðar hafa erlendir diskar hækkað mjög mikið í verði síðan kreppan hófst. Ef það verða frekari hækkanir myndi versluninni einfaldlega verða lokað. Salan myndi detta það mikið niður,“ segir Hallbjörn Sigurður Guðjónsson, verslunarstjóri Skífunnar, um áhrif þess að hækka virðisaukaskatt á geisladiskum úr 7% í 25,5%, líkt og m.a. er lagt til í nýrri skýrslu AGS.

Hallbjörn telur einsýnt að slík hækkun myndi draga mjög úr kaupum fólks á aldrinum frá 15 ára og upp í þrítugt á nýjum geisladiskum.

„Mín skoðun er sú að frekari hækkun myndi gera út af við verslun Skífunnar í Kringlunni.“ 

Baldvin Esra Einarsson, útgefandi hjá hljómplötufyrirtækinu Kimi Records, tekur undir að hækkunin yrði reiðarslag fyrir greinina.

Baldvin Esra bendir   á að ólöglegt niðurhal sé þegar vandamál, vandi sem hækkunin kynni að auka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert