Kína markaður fyrir fisk og ferðaþjónustu

Össur Skarphéðinsson í viðtali við Reuters í Kína.
Össur Skarphéðinsson í viðtali við Reuters í Kína. Reuters

„Við lítum svo á að Kína geti orðið mikilvægur markaður fyrir fiskinn okkar og að þaðan geti komið margir ferðamenn til Íslands,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í viðtali við Reuters-fréttastofuna í Kína. 

Hann segir einnig í viðtalinu að hann þori ekki að fullyrða um að bilið hafi minnkað milli Íslendinga og Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni. 

Össur fullyrðir jafnframt að erfitt yrði fyrir Íslendinga að ná fram samningi við Evrópusambandið um yfirráð á miðunum en upptaka evrunnar geti reynst Íslendingum afar mikilvæg.

„Við höfum upplifað erfiða tíma með krónunni okkar allt frá því löngu fyrir efnahagshrun og það er ljóst að ekki er hægt að halda uppi ör-mynt í alþjóðavæddri veröld.“

Viðtalið má nálgast í heild sinni hér.

mbl.is