Opnaðir farvegir fyrir eðjuna af Eyjafjallajökli

Gröfumenn Snilldarverks að störfum í Holtsá.
Gröfumenn Snilldarverks að störfum í Holtsá. mbl.is/Eggert

Vonast er til að árnar undir Eyjafjöllum sem eru bakkafullar af eðju eftir gosið í vor hreinsi sig sjálfar eftir að grafnar hafa verið í þær rásir sem geti tekið við frekari eðjuflóðum af jöklinum.

Landgræðslan og Vegagerðin standa fyrir miklum framkvæmdum þessa dagana. Verið er að moka upp úr um 17 km, alls um 80 þúsund rúmmetrum af efni.

Farvegir flestra ánna undir Eyjafjallajökli eru fullir af framburði og geta ekki tekið við eðjuflóðum sem jarðvísindamenn búast við að komi af jöklinum með rigningum. Landgræðslan telur að jökulleðja og malarframburður muni berast út fyrir farvegina og inn á ræktunarlönd, eins og gerðist við upphaf eldgossins í Eyjafjallajökli þegar Svaðbælisá flæddi yfir bakka sína og skildi eftir leirlag á meginhluta túna bóndans á Önundarhorni og víðar. Þá eru byggingar og mannvirki talin í hættu og ekki síst hringvegurinn, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert