Valdi of „sterka“ skóla

Ríkharður Einarsson mun hefja nám í framhaldsskóla í haust, en það er óljóst hvar. Hann fékk 8,6 í meðaleinkunn úr grunnskóla sínum í Garðabæ og setti mark sitt á Menntaskólann í Reykjavík og Verzlunarskólann til vara. Ríkharður komst inn í hvorugan skólann og var skráður í Fjölbrautaskólann í Ármúla. Hann hefur engan hug á að læra þar.

Ríkharður er ekki sáttur með þessa niðurstöðu. Eins og kom fram í sjónvarpi mbl.is síðasta miðvikudag, þá eru margir ósáttir með nýtt innritunarferli í framhaldsskóla.

Foreldrar Ríkharðs höfðu samband við menntamálaráðuneytið og voru afar ósátt með svörin sem komu þaðan. Þau segja að sonur þeirra tilheyri afgangsstærð í kerfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert