Ekki búið að yfirheyra Sigurð

Sigurður Einarsson.
Sigurður Einarsson. mbl.is/Sverrir

Enn hefur ekki náðst að yfirheyra Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, en rannsókn á málum honum tengdum er enn í fullri vinnslu að sögn Ólafs Þórs Haukssonar, sérstaks saksóknara.

„Síðustu vikur höfum við verið að hleypa starfsfólki í sumarfrí og það þýðir náttúrlega minni virkni hjá okkur,“ segir Ólafur Þór. Mörg mál séu í gangi og á flestum stigum rannsóknar, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert