Ekki bara krónur og aurar

Vegna breyttrar áætlunar Herjólfs þarf Vegagerðin að breyta merkingum á …
Vegna breyttrar áætlunar Herjólfs þarf Vegagerðin að breyta merkingum á öllum leiðum til Þorlákshafnar og að Landeyjahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Áætlunarsiglingar milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar hætta í dag og lýkur þar með um 34 ára sögu, en við tekur nýr kafli, siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar.

Menn sjá fyrir sér uppgang í Rangárþingi eystra og í Eyjum en að sama skapi er breytingin högg fyrir Þorlákshöfn.

Um 2.000 manns búa í sveitarfélaginu Ölfusi og þar af um 1.600 í Þorlákshöfn. Sveinn Steinarsson, formaður bæjarráðs sveitarfélagsins Ölfuss, segir að um fjórðungur tekna hafnarinnar, um 18 milljónir króna á ári, hafi verið vegna Herjólfs, en leitað verði að öðrum verkefnum.

Fram hefur komið áhugi heimamanna á ferjusiglingum milli Þorlákshafnar og Aberdeen í Skotlandi eða Newcastle á Englandi. Sveinn segir að ekkert hafi gerst í málinu en áhugi sé fyrir hendi, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert