Gosið endurspeglaði reiði Guðs

Eldgosið er rakið til hinna ólíklegustu hluta sem Guð almáttugur …
Eldgosið er rakið til hinna ólíklegustu hluta sem Guð almáttugur á að hafa vanþóknun á. Árni Sæberg

Nokkrir áhrifamiklir trúarleiðtogar og álitsgjafar eru á einu máli um að eldgosið í Eyjafjallajökli í apríl hafi verið birtingarmynd á reiði Guðs almáttugs vegna bersyndugs mannfólksins.

Meðal þeirra sem hafa hvatt sér hljóðs er John Hagee, stofnandi samtakanna Christians United for Israel, en hann telur einsýnt að gosið hafi verið afleiðing þess að Bretar hafi ákveðið að auglýsing ísraelsks ferðaþjónustufyrirtækis væri ekki við hæfi þar eð hún sýndi hluta af landsvæði Palestínumanna. 

Með líku lagi hefur Rush Limbaugh, einn vinsælasti álitsgjafi Bandaríkjanna, fullyrt að með gosinu hafi Guð látið reiði sína í ljós vegna breytinga demókrata á heilbrigðiskerfinu vestanhafs.

Fjallað er um málið á vef The Salt Lake Tribune,  en þess má geta að Salt Lake City er er einn helsti þéttbýlisstaður mormóna í Bandaríkjunum.

Limbaugh á góðri stundu. Hann er þekktur nautnamaður og er …
Limbaugh á góðri stundu. Hann er þekktur nautnamaður og er meðal annars með þekktari unnendum kúbverskra risavindla vestanhafs.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert