Kortleggja íslenska jarðvarmaklasann

Gekon og KPMG semja, fv. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, ráðgjafi Gekon, …
Gekon og KPMG semja, fv. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, ráðgjafi Gekon, Hákon Gunnarsson, framkvæmdastjóri Gekon, Benedikt K. Magnússon, partner KPMG, og Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri KPMG. mbl.is

Ráðgjafarfyrirtækið Gekon og KPMG á Íslandi hafa undirritað samkomulag um að KPMG taki að sér greiningarvinnu á alþjóðlega jarðvarmageiranum. Er sú vinna hluti af kortlagningu jarðvarmaklasa á Íslandi. Með samningum gerist KPMG einn af aðalstyrktaraðilum verkefnisins, segir í tilkynningu.

Þar segir ennfremur að greiningarvinna KPMG miði að því að gera heildarúttekt á jarðvarmageiranum á heimsvísu, kanna arðsemi hans í samanburði við aðrar endurnýjanlega orku og kortleggja virðiskeðju. KPMG hafi á undanförnum árum veitt ráðgjöf til jarðvarmafyrirtækja og fjármálafyrirtækja víðsvegar um heim, s.s. Indónesíu, Kenía, Tyrklandi, Ungverjalandi, Ástralíu auk Íslands.  

Niðurstöður kortlagningar á íslenska jarðvarmaklasanum verða kynntar á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin verður 1. nóvember nk. í Háskólabíói.  Dr. Michael Porter, prófessor við Harvard Business School, mun kynna niðurstöðurnar og leggja fram tillögur um með hvaða hætti best sé að haga uppbyggingu íslenska jarðvarmaklasansrum hans í alþjóðlegu samhengi. Porter þekkir til íslensks samfélags og hann gerði rannsókn hér á landi árið 2006 þar sem hann varaði sterklega við ofhitnun hagkerfisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert