Gosrásin kólnað hægt og þétt

Lítið hefur verið að gerast á gosstöðvunum síðan í byrjun …
Lítið hefur verið að gerast á gosstöðvunum síðan í byrjun júní sl. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta kólnar hægt og örugglega og engar vísbendingar um að nokkuð sé að gerast. Það er enn of snemmt að lýsa yfir goslokum. Ef ekkert gerist meira þá vitum við það eftir á að gosinu hafi lokið í byrjun júní," segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, spurður um stöðuna á gosstöðvunum í Eyjafjallajökli.

Lítil ummerki hafa sést frá gosinu síðan í byrjun júlí sl. er gufustrókur kom upp úr eldstöðinni. Magnús Tumi segir mjög virkt jarðhitasvæði vera núna við gíginn og hætt sé við að gufustrókar haldi áfram að sjást næstu mánuði eða jafnvel ár. Vatnið fer ofan í kólnandi gosrásina, hitnar þar og sýður og kemur svo upp sem gufa.

„Við verðum að gefa þessu aðeins lengri tíma. Það er vitað að síðasta gos í Eyjafjallajökli lá niðri langtímum saman og tók sig svo upp aftur. Þess vegna er rétt að láta tímann líða og í raun rétt að meta stöðuna að sama tíma að ári, að við getum vitað þetta nákvæmlega

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert