Össur á leið til Brussel

Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle.
Össur Skarphéðinsson og Stefan Füle.

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, heldur í dag til Brussel þar sem hann tekur á morgun þátt í ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins, sem markar upphaf aðildarviðræðna Íslands við sambandið.  Ráðstefnan verður haldin í framhaldi af fundi utanríkisráðherra ESB.

Ráðstefnuna sitja auk Íslands, utanríkisráðherra Belgíu, Steven Vanackere, en Belgar fara með formennsku ESB á síðari hluti þessa árs, Stefan Fule, stækkunarstjóri Evrópusambandsins og fulltrúar aðildarríkja ESB. Utanríkisráðherra mun ávarpa ráðstefnuna þar sem hann gerir grein fyrir umsókn Íslands, helstu áherslumálum og hagsmunum Íslands í aðildarviðræðunum.

Í aðdraganda ráðstefnunnar hefur utanríkisráðherra átt samráð m.a. við utanríkismálanefnd Alþingis og ráðherranefnd um Evrópumál. Auk ráðherra munu fulltrúar samninganefndar Íslands sækja ríkjaráðstefnuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina