Samþykktu að hefja viðræður

Ríkjaráðstefna um aðild Íslands að ESB hefst á morgun.
Ríkjaráðstefna um aðild Íslands að ESB hefst á morgun. THIERRY ROGE

Ráðherraráð Evrópusambandsins samþykkti formlega á fundi í dag að hefja viðræður við Ísland um aðild landsins að Evrópusambandinu.

Í samþykkt fundarins segir: „Með vísun til niðurstöðu leiðtogaráðs Evrópusambandsins 17. júní 2010 samþykkir ráðherraráðið að hefja viðræður við Ísland um aðild að ESB, þar á meðal samningsrammann. Ráðherraráðið hlakkar til þeirra viðræðna sem hefjast á ríkjaráðstefnunni 27. júlí 2010.“

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er staddur í Brussel og tekur þátt í ríkjaráðstefnunni á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert