Fyrsta kaþólska messa í 460 ár

Prestar og messugestir við Grafarkirkju á Höfðaströnd
Prestar og messugestir við Grafarkirkju á Höfðaströnd mbl.is/Árni Ólafsson

Kaþólsk messa var haldin í Grafarkirkju, gömlu torfkirkjunni á Höfðaströnd í Skagafirði, í fyrradag, á Önnumessu og Jóakims. Ekki er vitað til þess að þar hafi verið kaþólsk messa í 460 ár eða frá því um siðaskipti.

Séra Jakob Rolland messaði ásamt kaþólskum presti frá Noregi. Jakob segir að fólkið á staðnum hafi óskað eftir að messað yrði í kirkjunni.

Í Gröf var bænhús fyrir siðaskipti og áfram. Kirkjan sem þar er núna var byggð seint á 17. öld og telst meðal elstu húsa sem enn standa á Íslandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert