Hætt við bílastæðagjaldið

Stöðugur straumur fólks er með Herjólfi úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja.
Stöðugur straumur fólks er með Herjólfi úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja. Rax / Ragnar Axelsson

Hætt hefur verið við að innheimta bílastæðagjöld við Landeyjahöfn. Ferðalangar á leið til Vestmannaeyja sem ætluðu að skila bíl sinn eftir við höfnina voru í dag krafðir um 1.000 kr. bílastæðagjald. Gjaldið var fyrir að láta bílinn standa þar yfir helgina.

Mbl.is greindi frá því í dag að hafin væri innheimta bílastæðagjalds við Landeyjahöfn. Svohljóðandi tilkynning barst svo frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu nú síðdegis:

„Vegna frétta um bílastæðagjöld við Landeyjahöfn vilja Siglingamálastofnun og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið taka eftirfarandi fram:
 
Í samráði  við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur verið ákveðið að fresta töku bílastæðisgjalds í Landeyjahöfn þar til annað verður ákveðið meðal annars þar til búið verður að treysta betur grundvöll gjaldskrárinnar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert