Innleidd án athugasemda

Skrifstofur EFTA í Brussel.
Skrifstofur EFTA í Brussel.

Tveir fyrrverandi viðskiptaráðherrar, Finnur Ingólfsson og Valgerður Sverrisdóttir, kannast ekki við að neinar athugasemdir hafi borist frá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) þess efnis að ekki hafi verið staðið rétt að innleiðingu tilskipunar Evrópusambandsins um innistæðutryggingar hér á landi fyrir um áratug.

„Ég er alveg viss um það að það komu aldrei neinar athugasemdir af hálfu nokkurs aðila um innleiðinguna á þessu hérna,“ segir Finnur. Undir þetta tekur Benedikt Árnason, fyrrum skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, sem hafði umsjón með innleiðingu tilskipunarinnar.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins viðurkenndi í svari til norska fréttavefjarins ABC Nyheter í vikunni að ekki væri gert ráð fyrir ríkisábyrgð á bankainnistæðum í umræddri tilskipun. Íslendingum bæri eftir sem áður að endurgreiða innistæðueigendum innan sambandsins á þeim forsendum m.a. að ekki hefði verið staðið rétt að innleiðingu tilskipunarinnar.

„Þetta er bara ánægjuleg staðfesting á að ríkisábyrgð sé ekki til staðar,“ segir Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, um svar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »