Nóg af áfengi í Eyjum

Sjaldan er eins mikið sótt í áfengisverslanir ríkisins og nú fyrir Verslunarmannahelgina. Búist er við því að um 45 þúsund manns komi inn í Vínbúðir ÁTVR í dag. Stöðugur straumur er inn í áfengisverslunina í Vestmannaeyjum og viðskiptavinir ganga þaðan klyfjaðir bjórkössum og sterkara áfengi.

Verslunarstjóri Vínbúðarinnar í Eyjum segir að flestir kaupi sér bjór fyrir helgina. Hún á ekki von á því að áfengið klárist og kveðst viss um að allir fái eitthvað.

mbl.is

Bloggað um fréttina