Mannskepnur til sýnis

Fjórar mannskepnur eru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um ...
Fjórar mannskepnur eru til sýnis í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um helgina. mbl.is/GSH

Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins kunna að reka upp stór augu um helgina. Í dag og á morgun verða mannskepnur þar til sýnis í sínu náttúrulega umhverfi, eins og segir á vefsíðu garðsins.

Skepnurnar eru fjórar, þrír karlar og ein kona. Þetta er í fyrsta sinn sem að mannskepnur eru til sýnis í garðinum, en þær verða í búri sínu frá tíu til sex báða dagana.

Fóðurgjöf fjórmenninganna er einu sinni á dag, en stranglega er bannað að klappa og gefa mannskepnunum af sínum eigin mat frekar en öðrum dýrum í garðinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina