Tveir skipta lottóvinningi

Tveir voru með allar tölur réttar í lottói kvöldsins og fær hvor þeirra 26,3 milljónir króna að launum. Annar vinningsmiðinn var keyptur í Happahúsinu í Kringlunni en hinn var keyptur í áskrift. 

Átta voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær hver þeirra 87.690 þúsund krónur. Lottótölurnar voru  5,  10,  14,  24 og  33 og bónustalan var 15. Jókertölurnar voru   7 - 4 - 5 - 2 -  9.

mbl.is

Bloggað um fréttina