Ástu boðið starfið

Félagsmálaráðherra ætlar að bjóða Ástu Sigrúnu Helgadóttur að taka að sér starf umboðsmanns skuldara. Ásta á fund með stjórnendum félagsmálaráðuneytisins síðdegis.

Starf umboðsmanns skuldara verður ekki auglýst aftur. Ástæðan er sú hversu skammur tími er frá því það var auglýst.

Ásta Sigrún sótti um starf umboðsmanns skuldara ásamt átta öðrum. Hún var metin hæfi í starfið, en Runólfur Ágústsson var hins vegar ráðinn. Hann hefur nú óskað eftir að hætta, en hann gegndi starfinu í einn dag.

Áður en Ástu var boðið starfið hafði félagsmálaráðherra ráðfært sig við lögfræðinga ráðuneytisins um hvort heimilt væri að ráða í starfið án þess að auglýsa það að nýju.

Embætti umboðsmanns skuldara er ný stofnun, en forveri þess, Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna, var lagt niður í lok júlí. Ásta gegndi starfi forstöðumanns Ráðgjafastofunnar í sjö ár.

Ásta Sigrún Helgadóttir
Ásta Sigrún Helgadóttir Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka