Ekki hallærislegur á vistvænum bíl

Jón Gnarr borgarstjóri tók í dag í notkun vistvænan bíl sem embættinu hefur verið lánað tímabundið.  Jón segir það mikilvægt að borgin taki frumkvæði í þessari þróun en bíði ekki á hliðarlínunni. Hann segir stefnt að því að allir bílar í eigu borgarinnar verði vistvænir.

Bíllinn er af gerðinni Ford Explorer og er jeppi sem Jón sagði einmitt sérstakt fagnaðarefni að maður þurfi ekki að vera hallærislegur þótt maður velji vistvæna bíla, þeir séu ekki bara gerðir úr plasti, heldur líka kraftmiklir og flottir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert