Icesave er skaðabótamál

Icesave.
Icesave.

Deilan um Icesave-innlánsreikningana við bresk og hollensk stjórnvöld er í eðli sínu fyrst og fremst skaðabótamál frá lagalegum sjónarhóli. Þetta er staðfest í svari framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Lagaprófessor segir að höfða yrði mögulegt skaðabótamál vegna málsins fyrir íslenskum dómstólum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Í svari framkvæmdastjórnarinnar kemur ennfremur fram viðurkenning á því að mörg innstæðutryggingakerfi innan Evrópusambandsins hafi verið gölluð og að munurinn á Íslandi og öðrum ríkjum sem bundin voru af tilskipun sambandsins hafi verið sá að ekki reyndi með sama hætti á gallana annars staðar og hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert