Skeljungur hækkaði - N1 lækkaði

Reuters

Skeljungur hækkaði eldsneytisverð að nýju í dag, nú um 1 krónu lítrann bæði af bensíni og dísilolíu. Félagið reið á vaðið á þriðjudag og hækkaði eldsneytið en N1 hækkaði meira í gær og fór með verðið 1 krónu upp fyrir verðið hjá Skeljungi, sem jafnaði metin í dag. Nú hefur N1 hins vegar lækkað verðið aftur um 1 krónu.

Bensínlítrinn hjá Skeljungi kostar nú 198,50 krónur og dísilolían 194,50 krónur. N1 hækkaði verð á bensíni í gær í 198,40 krónur og á dísilolíu í 194,40 en hefur nú lækkað verðið áa ný. Lægsta verðið er hjá Orkunni, þar sem bensínið kostar 197 krónur og dísilolían 193 krónur lítrinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert