Til skoðunar að auka litadýrð í Hvalfjarðargöngunum

Litadýrð í Klaksvíkurgöngum í Færeyjum.
Litadýrð í Klaksvíkurgöngum í Færeyjum. mbl.is/Sigurður

„Íslendingar ættu að taka Færeyinga sér til fyrirmyndar og fríska upp á lýsinguna í Hvalfjarðargöngunum því þau eru frekar dimm og drungaleg.“

Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirkjameistari í Morgunblaðinu í dag, en hann átti nýverið leið um lengstu göng Færeyja, Klakksvíkurgöngin svonefndu á milli Straumeyjar og Norðureyja. Í botni ganganna, sem eru 6,2 km löng, er mikil litadýrð þar sem komið hefur verið fyrir marglitri lýsingu. Um er að ræða listaverk eftir Trond Paturson.

Er þetta var borið undir Gísla Gíslason, stjórnarformann Spalar, segist hann hafa ekið um Klakksvíkurgöngin og séð litadýrðina. Gísli segist hafa rætt þetta á stjórnarfundi og málið verði einmitt tekið upp á næsta fundi. „Að mínu viti væri prýði að því að lífga upp á Hvalfjarðargöngin með svipuðum hætti,“ segir Gísli. 
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert