Munt þú sakna Spaugstofunnar?

Á fundi aðstandenda Spaugstofunnar og forráðamanna RÚV í morgun var tilkynnt að gamanþátturinn yrði ekki á dagskrá Sjónvarpsins í vetur. Spaugstofan hefur verið á dagskrá í rúma tvo áratugi og fólk hefur vissulega skiptar skoðanir á þáttunum. En er það ánægt með brotthvarf hans af skjánum?

Spaugstofumönnum var boðið að sjá um áramótaskaupið um næstu áramót. Ástæðan fyrir því að þátturinn verður ekki á dagskrá í vetur er 9% niðurskurður sem RÚV þarf að fara eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka