Karl á rúman milljarð

Karl Emil Wernersson.
Karl Emil Wernersson. mbl.is/Jim Smart

Af þeim 20 einstaklingum sem skulduðu bönkunum mest fyrir hrun eru nokkrir í þeirri stöðu að eignir þeirra umfram skuldir eru það miklar að þeir greiða af þeim auðlegðarskatt.

Hrein eign Karls Emils Wernerssonar, sem kenndur er við Milestone, er um 1.060 milljónir króna miðað við álagningarskrá og á hann mest af þessum tuttugu einstaklingum. Karl var í tólfta sæti á skuldalistanum. Bróðir hans, Steingrímur, sem var í fjórtánda sæti, greiðir hins vegar ekki auðlegðarskatt fyrir árið 2009.

Næstmestar eignir eiga þau hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir. Eignir þeirra umfram skuldir eru um 653 milljónir króna. Samkvæmt yfirliti sem Jón Ásgeir lagði fram við réttarhöld í júlímánuði eru eigur hans um 210 milljóna króna virði. Ekki náðist í þau í gær til að fá skýringar á þessu misræmi, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.




Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert