Spáir „makrílstríði" við ESB

Huginn VE veiðir mikið af makríl í óþökk Evrópusambandsins.
Huginn VE veiðir mikið af makríl í óþökk Evrópusambandsins. Þorgeir Baldursson

Í síðustu viku komu sjómenn frá Peterhead í Skotlandi í veg fyrir það að færeyskt skip landaði 900 tonnum af makríl þar, en Evrópusambandið gæti lagt viðskiptahindranir á Íslendinga eða meinað íslenskum skipum inngöngu í evrópskar hafnir í því sem gæti orðið að ,,makrílstríði”, að því er segir í umfjöllun á vefútgáfu breska blaðsins The Independent í dag.

Blaðamaður The Independent, Martin Hickman, líkir þessu við Þorskastríðin, þegar, eins og hann lýsir því, bresk herskip voru send ,,til þess að reka íslenska togara af umdeildum veiðisvæðum.” ESB hefur varað við því að það muni grípa til „allra nauðsynlegra aðgerða” til þess að vernda hagsmuni sína.

Aukinnar spennu hefur gætt í samskiptum eftir að Íslendingar ákváðu einhliða að veiða þrisvar sinnum meiri makríl í ár heldur en ESB telur réttlætanlegt. Færeyingar fylgdu í kjölfarið með svipaða ákvörðun.

Þegar sú veiði er lögð saman við það sem veitt er af ríkjum ESB og Noregi, verður heildarveiðin meiri en svo að hún teljist sjálfbær og ógnar því einum best heppnuðu veiðum á vegum ESB. Útgerð innan ESB hefur hins vegar almennt einkennst af titringi og hagsmunabaráttu.

Ísland, sem almennt hefur á sér got orð fyrir fiskveiðistjórnun, að sögn The Independent, heldur því fram að það eigi rétt á því að veiða hvaða fisk sem það vill innan 200 mílna lögsögu sinnar. LÍÚ hefur farið aðgerðirnar sem „löglegar og ábyrgar” að sögn blaðsins.

Blaðið fer ekki nánar út í afstöðu LÍÚ til málsins en á mbl.is hefur komið fram að Íslendingar hafa sóst eftir því að komast að samningaborðinu um makrílveiðarnar, en ekki verið hleypt inn í umræðuna.

Maria Damanaki yfirmaður sjávarútvegsmála hjá Framkvæmdastjórn ESB, hefur sagt að hún muni krefjast þess að deilan verði leyst svo veiðarnar verði sjálfbærar á ný. Þá hefur The Independent eftir henni: „Hins vegar, ef áfram verður stjórnleysi í makrílveiðunum og ríkin halda óraunhæfum kröfum sínum til streitu, þá mun Framkvæmdastjórnin hugleiða allar nauðsynlegar aðgerðir til að vernda makrílstofninn og gæta hagsmuna ESB.”

ESB, sem grunar að ákvörðun Íslendinga ráðist af slæmu efnahagsástandi, segir að það muni íhuga að segja sig frá öllum fiskveiðisamningum við Íslendinga, sem gæti sett fiskveiðistjórnun víða, t.d. á þorski, í uppnám. Annar möguleiki eru viðskiptaþvinganir, eða löndunarbann á íslensk skip í evrópskum höfnum.

Blaðið lýsir hörðum viðbrögðum víða við makrílveiðunum og segir að Bretland, Noregur og önnur ríki gætu tekið upp á því að hindra inngöngu Íslendinga í ESB, eða nota aðildarviðræðurnar sem tæki til þess að fá Íslendinga til að hætta makrílveiðunum.

Sjávarútvegsráðherra Skotlands sagði í gær: „Ég finn fyrir miklum liðsauka með þeirri staðfestu sem ESB sýnir í þessu máli og vona að þessi mál verði í forgrunni í aðildarviðræðum Íslendinga við ESB.”

Ítarlega umfjöllun The Independent um þetta má lesa hér í heild sinni.

mbl.is

Innlent »

Gul viðvörun víða um land

16:51 Búast má við áframhaldandi hvassvirðri á Suður- og Suðausturlandi í kvöld, nótt og fram frameftir annað kvöld. Þó mun hlýna og gera má ráð fyrir rigningu samhliða vindinum á morgun. Á Faxaflóasvæðinu er spáð hvassri austanátt síðdegis á morgun og er sérstaklega varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Meira »

Benedikt og Frú Ragnheiður verðlaunuð

15:38 Uppreisnarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti til viðurkenningar á markverðu og óeigingjörnu starfi í þágu frjálslyndis og almannahagsmuna. Uppreisn, ungliðahreyfing Viðreisnar, veitir verðlaunin sem þakklætisvott í garð þeirra sem skarað hafa fram úr á framangreindum sviðum Meira »

Bíll valt í Norðurá

15:24 Tveir ferðamenn voru fluttir á slysadeild á Akureyri í hádeginu eftir að bíll þeirra valt í Norðurá í Skagafirði. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki eru þeir ekki alvarlega slasaðir. Meira »

Frekari fregnir væntanlegar á morgun

13:44 Forsvarsmenn United Silicon fara nú yfir gögn en heimild til greiðslustöðvunar fyrirtækisins rennur út á morgun. Karen Kjartansdóttir, talsmaður fyrirtækisins, sagði að frekari fregnir væru væntanlegar á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Meira »

Segir grein Frosta rökleysu

12:54 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, segir að borgarlína sé vitrænn háttur til að efla almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Hún gagnrýndi grein Frosta Sigurjónssonar, fyrrverandi þingmanns Framsóknarflokksins, um borgarlínu. Meira »

Telur að hann eigi að fara út úr fjölmiðlum

12:01 Eyþór Arnalds sem sækist eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist telja rétt að hann losi sig út úr fjölmiðlarekstri ef hann verður kjörinn borgarfulltrúi. Meira »

Borgarlína og spítali

11:13 Borgarlínan var mál málanna í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hilmar Þór Björnsson arkitekt fjallaði meðal annars um borgarlínuna, samgöngumál og þéttingu byggða. Jafnframt var spítalinn til umræðu. Meira »

Banaslys á Arnarnesvegi

11:50 Ungur maður lést í bílslysi á Arnarnesvegi um hálfþrjú í nótt, samkvæmt upplýsingum frá aðalvarðstjóra í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Skora á þingmenn

11:02 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsir yfir vonbrigðum með að ekki sé tryggt fjármagn á árinu 2018 við áframhaldandi framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Bókun þess efnis var samþykkt einróma á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Meira »

Búið af aflétta óvissustigi

10:52 Óvissustigi var aflýst í Ólafsfjarðarmúla klukkan átta í morgun og búið er að opna Siglufjarðarveg.   Meira »

Ákvörðun um framboð tekin fljótlega

10:28 Á þingi Sósíalistaflokksins í gær var rætt um mögulegt framboð flokksins til sveitarstjórna í vor. Mikill fjöldi fundarmanna tók til máls á fundinum, segir í frétt á vef flokksins. Samþykkt var að boða fljótlega til félagsfundar þar sem ákvörðun yrði tekin um framboð til sveitastjórna. Meira »

Slær í 35-40 m/s í hviðum

09:24 Síðdegis í dag verður snjófjúk s.s. á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Kjalarnesi. Undir Eyjafjöllum er spáð austanstormi frá klukkan 17 í dag og í hviðum fer vindhraðinn í allt að 35-40 m/s. Þar verður hvassast í kvöld. Í Öræfum við Sandfell skellur óveðrið á um klukkan 15, segir á vef Vegagerðarinnar. Meira »

49 greind með RS-veirusýkingu

09:00 Alls haf 49 verið greindir með RS-veirusýkingu á veirufræðideild Landspítalans á fyrstu tveimur vikum ársins. Í síðustu viku voru 29 greindir með RV en þar af voru 15 börn á fyrsta og öðru ári. Meira »

Snjónum fagnað á skíðasvæðum

08:20 Börn og unglingar fá frítt í allar lyftur í Hlíðarfjalli í dag að tilefni þess að alþjóðaskíðasambandið stendur fyrir degi sem nefnist Snjór um víða veröld. Meira »

Mjög alvarlegt slys í nótt

06:48 Mjög alvarlegt umferðarslys varð á Arnarnesvegi við Reykjanesbraut í nótt, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Fangageymslur fullar

08:44 Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Flestir eru vistaðir vegna ölvunar/annarlegs ástands. Meira »

Óveður á leiðinni

07:08 Spáð er staðbundnu óveðri síðdegis syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða jafnvel rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu í dag. Hvessir með úrkomu víða um land á morgun. Meira »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Gisting Akureyri Geldingsá
3ja herbergja neðri hæð , 7 km. frá Akureyri.. Umbúin 5 rúm m/handkl. Verð o...
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
START/BYRJA: 2018: 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6.(HOLIDAY: 21/7-19/8), 3/9, 1/...
Sundföt
...
Ford Escape til sölu
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn 193.000km. Ekkert ryð, ve...
 
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...