Gylfi áfram ráðherra

Gylfi Magnússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.
Gylfi Magnússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Golli

„Við ætlum að fara yfir alla þræði þessa máls og reyna að upplýsa þá eftir bestu getu, að því marki sem það hefur ekki verið gert nú þegar. Það eru auðvitað brýnir hagsmunir fyrir mig að það sé gert, en einnig almannahagsmunir. Að því verður unnið næstu daga,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra eftir fund sem hann átti með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í kvöld.

Gylfi sagðist ekki ætla að segja af sér vegna gagnrýni sem að honum hefur beinst síðustu daga, en það hefði hins vegar alltaf legið fyrir að hann hefði tekið sæti í ríkisstjórninni til að sinna tímabundum verkefni. Hann ætli ekki að „hanga á ráðherraembættinu eins og hundur á roði“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert