Vill ekki lýsa yfir goslokum

Gígurinn í Eyjafjallajökli í maí.
Gígurinn í Eyjafjallajökli í maí.

Þótt mjög hafi dregið úr virkni eldstöðvarinnar í Eyjafjallajökli vilja vísindamenn ekki enn lýsa yfir goslokun. Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að enn gætu liðið vikur eða mánuðir þar til slík yfirlýsing verður gefin. 

Sigurlaug segir við AP fréttastofuna, að mesta hættan stafi nú af eðjuflóðum þegar vegna ösku sem er á og í hlíðum Eyjafjallajökuls. 

Viðbúnaður var um helgina undir Eyjafjöllum vegna þess að hætta var talin á eðjuflóðum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina