Sviptingar á fjárlögum 2011

Stórar ákvarðanir og aðgerðir eru sagðar í fjárlagafrumvarpinu.
Stórar ákvarðanir og aðgerðir eru sagðar í fjárlagafrumvarpinu. mbl.is/Þorkell

„Þetta eru töluvert stórar ákvarðanir og aðgerðir sem eru í fjárlögunum,“ segir Nökkvi Bragason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu, um fjárlög fyrir árið 2011. „Við erum að reka ríkissjóð með gríðarlegum halla og þurfum að vinda ofan af því.“

Vinna við fjárlögin er að sögn Nökkva langt á veg komin og hefur gengið vel.

Í fjárlögunum er gert ráð fyrir minni halla en á fjárlögum 2010 og að svonefndur frumhalli ríkissjóðs verði orðinn jákvæður. Í frumhallanum felast útgjöld og tekjur að undanskildum vaxtajöfnuði en hann hefur verið mjög óhagstæður. Er þetta í samræmi við samstarfsáætlun við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en með henni er ætlunin að vinna bug á fjárlagahallanum. Stefnt er að því að afgangur verði á fjárlögum árið 2013.

„Þá verður orðinn umtalsverður afgangur á frumjöfnuðinum sem dugar til að yfirvinna þennan óhagstæða vaxtajöfnuð líka,“ segir Nökkvi en ætlunin er að þá skili ríkissjóður tíu milljarða króna afgangi. Þá segir hann að færi skapist til að grynnka á skuldum ríkisins, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina