Miklar annir bestu dagana

Náttúrufegurð er mikil á Ströndum og Hornströndum og eins gott …
Náttúrufegurð er mikil á Ströndum og Hornströndum og eins gott að hafa myndavélina tilbúna. mbl.is/Margrét

Þegar einni vertíðinni lýkur tekur sú næsta við. Reimar Vilmundarson og hans menn á Freydísi ÍS fluttu í sumar hátt í tvö þúsund manns frá Norðurfirði norður á Hornstrandir, en þeirri vertíð lauk á sunnudag.

Á þriðjudag lagði Reimar skötuselsnet undir Stigahlíðinni og var búinn að fá tæpt tonn úr tveimur fyrstu trossunum þegar spjallað var við hann undir hádegi í gær, segir í Morgunblaðinu í dag.

„Sumarið kom ágætlega út í ferðamennskunni,“ segir Reimar. „Fyrstu tíu dagana í júlí var reyndar leiðindaveður og nokkuð um að fólk hætti við ferðir. Suma daga var heldur ekkert ferðaveður í kaldagjólu. Síðan lagaðist þetta og á bestu dögunum í sumar annaði ég varla eftirspurn.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »