Fleiri segja sig úr þjóðkirkjunni

Stígandi er í fyrirspurnum um hvernig eigi að segja sig …
Stígandi er í fyrirspurnum um hvernig eigi að segja sig úr þjóðkirkjunni mbl.is/Ásdís

Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár, segir að svo virðist sem fleiri séu að segja sig úr þjóðkirkjunni nú heldur en venjulega. Ekki liggi fyrir tölur um hve margir hafi sagt sig úr fyrr en eftir mánaðamót en slíkar upplýsingar eru gefnar upp einu sinni í mánuði.

Hann segir að starfsfólk Þjóðskrár verði vart við stíganda í fyrirspurnum frá fólki um hvernig það eigi að bera sig að við að segja sig úr þjóðkirkjunni. Það er okkar tilfinning að úrsögnum fari fjölgandi þessa dagana," segir Haukur í viðtali við mbl.is

Haukur gat ekki gefið upp hve margir hafi sagt sig úr þjóðkirkjunni það sem af er ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert