Ríkari trúnaðarskylda samkvæmt lögum

Sr. Geir Waage.
Sr. Geir Waage.

Séra Geir Waage skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segir að tilkynningaskylda presta hafi litla raunhæfa þýðingu, því án trúnaðar verði prestum aldrei trúað fyrir nokkru.

„Slík tilkynningaskylda verður í reynd ekki til þess að tilkynningar berist frá prestum, heldur mun fremur til þess eins, að brotamenn leiti ekki til þeirra, og fái þannig síður hjálp til þess að horfast í augu við gjörðir sínar og láta af brotum sínum.“

Þá bendir Geir á að í nýlegum lögum um meðferð sakamála sé lögð ríkari trúnaðarskylda á presta, forstöðumenn trúfélaga og verjendur en aðrar stéttir.

Þannig sé dómara heimilt að skylda lækna, endurskoðendur, félagsráðgjafa, sálfræðinga o. fl. til að upplýsa um það sem skjólstæðingur hefur trúað þeim fyrir, en sérstakt bann sé við því að prestar vitni um slíkt.

Geir segir að í fyrri grein sinni hafi verið tekið fram að enginn maður eða stofnun séu hafin yfir lög.

Hins vegar séu forsendur skrifta og sálusorgunar presta brostnar ef trúnaðurinn sé ógiltur.

mbl.is

Bloggað um fréttina