Óvíst hvort Lýsing rukkar, Avant og SP bíða

Mergð bíla.
Mergð bíla. mbl.is

Ekki liggur fyrir hvort Lýsing hf. mun senda út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána nú um mánaðarmótin. Að sögn Halldórs Jörgensson er málið í skoðun. Mál sem varðar uppgjör gengistryggðs bílaláns sem Lýsing veitti verður flutt fyrir Hæstarétti þann 6. september og mun dómur að líkindum falla fyrir lok þess mánuðar.

Halldór vill ekki spá fyrir um framhaldið fyrr en dæmt hefur verið í málinu.

Fjármögnunarfyrirtækin Avant og SP-fjármögnun munu ekki senda út greiðsluseðla vegna gengistryggðra lána um mánaðamótin. Segir Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, að beðið sé eftir að réttarstaðan skýrist að fullu.

Halldór Jörgensson.
Halldór Jörgensson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert