Fréttaskýring: Sótt um styrki til að breyta stjórnsýslunni

ESB veitir Íslandi mikla aðstoð í formi peninga og ráðgjafar ...
ESB veitir Íslandi mikla aðstoð í formi peninga og ráðgjafar til að gera stjórnsýslunni betur grein fyrir því hverju hún þurfi að breyta. mbl.is/Ómar
Hinn 17. ágúst var haldinn ráðuneytisstjórafundur þar sem m.a. var fjallað um stuðningsaðgerðir Evrópusambandsins í umsóknarferli Íslands sem samþykkt var á síðasta fundi ráðherranefndar um Evrópumál.

Í framhaldi af fundinum sendi Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, tölvupóst á samstarfsfólk sitt þar sem hún kallaði eftir verkefna-umsóknum um IPA styrki. IPA er eitt af verkfærum ESB til að aðstoða lönd sem sótt hafa um aðild áður en til aðildar þeirra kemur.

Snýr að tvennu

Þá kemur fram í skipuriti um fyrirkomulag IPA, sem sent var sem viðhengi tölvupóstsins, að TAIEX-sérfræðingar séu á leið til landsins en TAIEX er stofnun sem hefur það meginhlutverk að miðla sérfræðiaðstoð til ríkja við að innleiða eða undirbúa innleiðingu regluverks ESB í lög ríkja en einnig að aðstoða við mögulegar skipulagsbreytingar í formi ráðgjafar.

Verkefnaumsóknir til IPA fela í sér grófar hugmyndir ráðuneyta um verkefni sem þau telja ástæðu til að verði hluti af landsáætlun Íslands sem gæti hlotið styrk úr IPA. Landsáætlun IPA snýr að tvennu. Annars vegar að styrkja stjórnsýsluna á þeim sviðum sem þörf er á til þess að uppfylla þær samningsskuldbindingar sem íslenska ríkið tekur á sig á endanum ef til aðildar að Evrópusambandinu kemur. Hins vegar að hjálpa Íslendingum við áætlanagerð, að ákveða hvernig standa eigi að dreifingu styrkja úr evrópskum sjóðum hérlendis ef Ísland gengur inn í ESB.

Fimm til tíu umsóknir

Sem dæmi um þetta má taka útfærslu sóknaráætlunarinnar 20/20 og vinnumarkaðssjóð ESB til að efla íslenskan vinnumarkað og vinna gegn atvinnuleysi. Ekki liggur þó fyrir hvaða verkefni verður sótt um stuðning við þar sem einungis á bilinu fimm til tíu umsóknir verða sendar samkvæmt ofangreindum tölvupósti Ragnhildar. Hver umsókn getur þó falið í sér fleiri en eina ábendingu. Sem dæmi geta borist nokkur verkefni á mismunandi sviðum tölfræði á vegum Hagstofunnar. Þær má þó sameina í eina áætlunartillögu um tölfræði sem getur rúmað nokkur verkefni. Þannig geta umsóknirnar fimm til tíu verið nokkuð rúmar á hinu breiða verksviði stjórnvalda.

Þá mun forsætisráðherra skipa sérstakan stoðhóp IPA á Íslandi til að velja úr umsóknum ráðuneytanna en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur hópurinn ekki verið skipaður þó svo að frestur ráðuneyta til að skila inn umsóknum hafi runnið út sl. föstudag.

Samningsafstaða mótuð

Utanríkisráðuneytið lítur á TAIEX sem aðstoð við íslenska stjórnsýslu til að greina nánar hvað felst í löggjöf Evrópusambandsins til að undirbúa samningaviðræður og til greiningar á því hvort og þá hvaða breytingar þurfi mögulega að gera á löggjöf og stjórnsýslu. Hvort tveggja aðstoðar samningamenn Íslands við mótun samningsafstöðu landsins á einstökum sviðum.

Á þann hátt verður kannað hvort einhver núningur kunni að myndast á milli íslenskrar og evrópskrar löggjafar sem leysa þurfi í samningaviðræðum.

Aðlögun eða aðstoð?

Á vefsíðu TAIEX segir að meginhlutverk þess sé að hjálpa ríkjum við að innleiða regluverk Evrópusambandsins í eigin lög. Þannig hafa margir bent á, og þá sérstaklega Jón Bjarnason í viðtali við Morgunblaðið í gær, að aðlögunarferlið sé nú þegar hafið þó svo að íslenska þjóðin hafi ekki greitt atkvæði um aðild sína að ESB.

Sérfræðingar utanríkisráðuneytisins líta þó ekki á TAIEX aðstoðina sem innflutning á sérfræðingum til að segja stjórnsýslunni hvernig hlutirnir eigi að vera, heldur sem hjálp við að koma auga á þau mál sem mögulega taka þarf upp í samningaviðræðunum við ESB, auk þess að greina hluti með sem nákvæmustum hætti þannig að sjá megi hvað felist í ESB-regluverkinu á hverju sviði.

Innlent »

Skemmdarverk unnin á minnisvarða NATO

Í gær, 20:50 Skemmdarverk hafa verið unnin á minnisvarða NATO við Hótel Sögu, en samkvæmt upplýsingum frá athugulum lesanda mbl.is hefur tjöru verið helt á skúlptúrinn og fiðri í kjölfarið. Einnig hefur rauðri málningu verið skvett á minnisvarðann og hvít klæði hengd á hann. Meira »

Einn með allar réttar í Lottó

Í gær, 20:22 Einn miðahafi var með all­ar töl­ur rétt­ar þegar dregið var út í Lottó í kvöld. Sá heppni hlýt­ur tæpar sjö millj­ón­ir í vinn­ing, en miðinn var keyptur á lotto.is. Meira »

Námsmanni gert að yfirgefa landið

Í gær, 19:40 Kanadamanninum Rajeev Ayer, nema í leiðsögunámi við Keili, hefur af hálfu Útlendingastofnunar verið gert að yfirgefa landið, en hann segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og að umsókn sín um dvalarleyfi hafi velkst um í stjórnsýslunni í nokkra mánuði. Meira »

Hrólfur næst í Hörpu

Í gær, 19:30 Síðasti vinnudagur Hrólfs Jónssonar hjá Reykjavíkurborg var í gær. Hann komst á starfslokaaldur samkvæmt 95 ára reglunni (35 ára starfsaldur + lífaldur) fyrir nokkru og ætlar að snúa sér að ráðgjöf og tónlist. Meira »

„Opni alls ekki póstana“

Í gær, 18:56 Tölvupóstar hafa nú síðdegis borist fólki í nafni Valitors þar sem greint er frá því að kreditkorti viðkomandi hafi verið lokað vegna „tæknilegra atvika“. Valitor segir póstana ekki koma frá fyrirtækinu og er fólk beðið um að smella alls ekki á hlekkinn. Meira »

950.000 kr. ágreiningur kostar 5 milljónir

Í gær, 18:30 „Ég efast um að við hér séum þau einu sem rýna ekki í hverja einustu línu á hverri blaðsíðu á 40 blaðsíðna og flóknum símareikningi sem kemur mánaðarlega. Ég efast um að við séum eina fyrirtækið eða fjölskyldan sem rukkað er um þjónustu sem ekki er veitt,“ segir framkvæmdastjóri Inter Medica. Meira »

Hagamelur væri bara byrjunin

Í gær, 17:23 Elías hjá Fisherman sér fyrir sér að opna fiskbúðir úti í heimi, nokkurs konar örframleiðslu þar sem útbúnir yrðu ferskir fiskbakkar og -réttir fyrir stórmarkaði í nágrenninu. Meira »

Blúsinn lifir góðu lífi

Í gær, 17:31 Blúshátíð í Reykjavík 2018 var sett í dag með Blúsdegi í miðborg Reykjavíkur. Blússamfélagið á Íslandi fylkti liði og gekk í skrúðgöngu niður Skólavörðustíg, en lúðrasveitin Svanur var með í för og lék glaðlegan jarðarfararblús frá New Orleans. Meira »

Sýndu bandarískum nemum samstöðu

Í gær, 16:24 Um hundrað manns tóku þátt í göngunni March for Our Lives Reykjavík, í miðborginni nú klukkan þrjú. Gangan er haldin til stuðnings málstað bandarískra ungmenna sem mótmæla frjálslyndri skotvopnalöggjöf Bandaríkjanna. Hreyfingin March For Our Lives varð til í kjölfar skotárásarinnar í menntaskóla í Flórída í febrúar þar sem sautján féllu. Meira »

Spenntu upp hurð og brutust inn

Í gær, 15:58 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um innbrot í einbýlishús í Grafarvogi í gærkvöldi. Höfðu þjófarnir spennt upp hurð á húsinu, farið þar inn og stolið munum. Tilkynnt hefur verið um tvö önnur innbrot frá því í gærkvöldi. Meira »

Strandaglópur í Köben eftir handtöku

Í gær, 15:31 Jón Valur Smárason framkvæmdastjóri var handtekinn á Kastrup-flugvelli fyrr í mánuðinum vegna tilhæfulausrar ásökunar starfsmanns á vellinum. Varð það til þess að hann missti af flugi sínu með Wow Air til Íslands og varð að dvelja aukanótt í Kaupmannahöfn. Meira »

Skjól frá þrælkun og barnahjónaböndum

Í gær, 14:35 Hún hefur helgað sig hjálparstarfi undanfarinn áratug og segir verkefnið stundum yfirþyrmandi, en þá verði hún að rífa sig upp og einbeita sér að því sem hún þó getur gert. Meira »

„Við hræðumst ekki Rússa“

Í gær, 13:40 „Staðan í heimsmálunum eins og hún er í dag er frekar óstöðug. Ekki einungis vegna Eystrasaltsríkjanna og Rússlands heldur einnig meðal annars vegna Sýrlands, Tyrklands, Norður-Kóreu og Kína.“ Meira »

Óbrotnir eftir fallið

Í gær, 12:37 Tveir menn sem lentu í vanda við Stóru-Ávík í Árneshreppi á níunda tímanum í morgun fóru fram á kletta í svonefndu Túnnesi rétt við bæinn. Annar mannanna fór of framarlega og féll fram af klettunum en stoppaði á klettasyllu um metra frá sjónum. Félagi mannsins reyndi að koma honum til staðar en féll einnig fram af syllunni. Meira »

Björt Ólafsdóttir má keyra trukka

Í gær, 11:51 Björt Ólafsdóttir formaður Bjartrar framtíðar og Jóhann K Jóhannsson fóru yfir það sem stóð upp úr í fréttum vikunnar í Magasíninu á K100. Margt bar á góma í spjallinu, meðal annars hundakaffihús, sjúkrabíla, Facebook gagnasöfnun o.fl. Meira »

Verkefnastjórn um málefni LÍN skipuð

Í gær, 13:16 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað verkefnastjórn um endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Formaður stjórnarinnar er Gunnar Ólafur Haraldsson, hagfræðingur og fyrrum forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Meira »

Frumvarpið í raun dautt

Í gær, 11:56 Útlit er fyrir að kosningaaldur í komandi kosningum verði óbreyttur, 18 ár. Frumvarp um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár var tekið til þriðju umræðu á Alþingi í gær. Meirihluti virðist fyrir málinu meðal þingmanna en ekki tókst að greiða atkvæði um málið í gær. Meira »

Það var hvergi betra að vera

Í gær, 11:30 „Það sem var best við stúkuna var að kvöldsólin skein beint í andlitið á manni,“ segir skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm í samtali við mbl.is en í vikunni var hafist handa við að rífa áhorfendastúku og steypt áhorf­enda­stæði við Val­bjarn­ar­völl­inn í Laug­ar­dal. Meira »
Heitir pottar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Hefur þú sögur að segja af sjónum? Haf
Hefur þú sögur að segja af sjónum? Hafðu samband við: lukas18@lhi.is, Lukas Pica...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Hádegisfundur
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...