„Of harkaleg hækkun“

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir tilkynnta hækkun á gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur sem samþykkt var á stjórnarfundi OR í dag. Í tilkynningu segir að hækkunin sem taki gildi strax sé afar harkaleg og gangi gegn hagsmunum almennings og muni hækka reikning meðalfjölskyldu um tugi þúsunda á ári.

Er tekið fram að afstaða Sjálfstæðisflokksins til gjaldskrárhækkana hafi verið skýr. Fyrri áætlanir hafi gert ráð fyrir óbreyttri gjaldskrá út þetta ár og að því loknu tæki gildi áætlun um hófsamar og áfangaskiptar gjaldskrárhækkanir til næstu 3-5 ára. Í samræmi við það hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greitt atkvæði gegn meirihlutanum. 

Tilkynninguna í heild má lesa hér fyrir neðan, ásamt bókun Kjartans Magnússonar , borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert