Ætlar að skoða stöðu stjórnarmanns í Seðlabanka

Lara V. Júlíusdóttir.
Lara V. Júlíusdóttir. mbl.is/Friðrik Tryggvason

Lára V. Júlíusdóttir, formaður stjórnar Seðlabanka Íslands, sagði í fréttum Útvarpsins, að ótækt væri að starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja  hafi notið annarra kjara en viðskiptavinir fyrirtækjanna þegar kemur að innheimtu skulda.

Fram kom í fréttum Útvarpsins í gær, að yfirmenn dótturfyrirtækja Exista fengu í fyrra felld niður lán, sem nema hundruðum milljóna króna, þar á meðal   Katrín Olga Jóhannesdóttir, sem er stjórnarmaður í Seðlabanka Íslands.  

Lára sagðist ætla að fá skýringar Katrínar Olgu á málinu en ef rétt reynist að verið sé að mismuna fólki með þessum hætti sé það afar slæmt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert