„Hann er að reyna að hvítþvo sjálfan sig“

Sigrún Pálina Ingvarsdóttir.
Sigrún Pálina Ingvarsdóttir.

„Ef þeir hafa trúað okkur þá skil ég ekki hvers konar aðstoð það var að reyna að fá okkur til að skrifa undir að við drægjum málin til baka. Ef þeir trúðu okkur, af hverju vorum við þá ekki studdar í að halda áfram með málið?

Hvers vegna í ósköpunum eru þeir þá ekkert búnir að gera í málinu síðan? Og hvernig gat Karl [Sigurbjörnsson, biskup] skrifað þessa lofræðu um Ólaf Skúlason þegar hann varð sjötugur?“

Þannig spyr Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sig í Morgunblaðinu í dag þar sem hún tjáir sig um viðtal við séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest, sem birtist í Morgunblaðinu í gær.

„Mér finnst hann ekki vera að taka ábyrgð á gjörðum sínum og hann er að reyna að hvítþvo sjálfan sig,“ segir Sigrún Pálína um frásögn Hjálmars. Kveður hún hann fegra málið og framvindu þess.

Sigrún Pálína er ein þeirra fimm kvenna sem borið hafa Ólaf heitinn Skúlason biskup sökum um kynferðisbrot.

Í viðtalinu segir Hjálmar að ekki hafi verið neinn efi í hans huga um að framin hafi verið alvarleg brot gagnvart Sigrúnu Pálínu. Kvað Hjálmar að hann og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands og þáverandi sóknarprestur í Hallgrímskirkju, hafi viljað standa með Sigrúnu Pálínu og standa vörð um málstað hennar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert